Rússnesk stjórnvöld hafa vísað á bug ummælum Ramzan Kadyrov, leiðtoga Tsjétsjéníu, um að þau eigi að grípa til kjarnavopna í Úkraínu.
„Þetta er mjög tilfinningaþrungið augnablik,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, um ummæli Kadyrov sem hann lét falla eftir að rússneskar hersveitir þurftu að hörfa frá borginni Líman í austurhluta Úkraínu.
„Í okkar landi eru kjarnavopn aðeins notuð á grundvelli þess sem kemur fram í tilheyrandi skjali,“ bætti hann við.