Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum fellibylsins Ian fer sífellt hækkandi en talið er að yfir 80 hafi látið lífið af völdum fellibylsins. BBC greinir frá.
Yfirvöld í Flórída hafa í kjölfarið hlotið talsverða gagnrýni fyrir seinbúin viðbrögð við fellibylnum með því að hafa ekki gefið út viðvörun á viðkvæmum svæðum fyrr. Í Lee-sýslu, sem lenti verst í fellibylnum, hafa yfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hafa gefið út brottflutningsfyrirmæli 27. september þegar minna en sólarhringur var í að fellibylurinn skall á.
Um það bil 600 þúsund manns eru án rafmagns í Flórída vegna fellibylsins.