Meira en 200 þúsund manns hafa verið skráðir í rússneska herinn síðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti um herkvaðningu 21. september.
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, greindi frá þessu.
„Í dag hafa yfir 200 þúsund manns gengið til liðs við herinn,“ sagði Shoigu við rússneska fjölmiðla.
Tilgangurinn með herkvaðningunni er að efla hersveitir Rússa í Úkraínu.