Skólastúlkur í Íran veifuðu höfuðslæðum sínum í dag í mótmælaskyni gegn klerkastjórninni.
Hörð mótmæli hafa geisað þar vegna morðs lögreglu á Mahsa Amini eftir brot hennar á ströngum reglum Írana um notkun höfuðslæðu. BBC greinir frá.
Í einu myndbandi frá mótmælunum í írönsku borginni Karaj í Alborz-héraði í dag sést hvernig hópur skólastúlkna rekur starfsmann skólans út úr skólanum. Stúlkurnar köstuðu í hann tómum vatnsflöskum og kölluðu: „Skammastu þín!“
Protesting students, chasing away an #Iranian official from their school, shouting: Shame on you…October 3rd… #MahsaAmini pic.twitter.com/eFmRhvaN2H
— Rana Rahimpour (@ranarahimpour) October 3, 2022
Annað myndband sýnir hóp skólastúlkna koma í vegi fyrir umferð í borginni Shiraz. Í myndbandinu veifa þær slæðum sínum á lofti og hrópa illyrðum yfir einræðisherrann og leiðtoga Írana, Ali Khamenei.
Iranian schoolgirls remove their head coverings and chant "mullahs must go away" today, on day 18 of protests over the death of #MahsaAmini in morality police custody for "improper hijab" amid mass arrests of activists and an internet shutdown.#مهسا_امینیpic.twitter.com/a01ILrgOlS
— Shayan Sardarizadeh (@Shayan86) October 3, 2022
Mótmæli skólastúlkna áttu sér stað t.a.m. í Karaj, Tehran, Saqez og Sanandaj.
Samtökin Írönsk mannréttindi (e. Iran Human Rights) í Noregi greindu frá því í dag að um 154 manns hafi látið lífið í mótmælunum.