63 tilfelli af ebólu verið tilkynnt

Fjórir heilbrigðisstarfsmenn eru meðal þeirra sem hafa látist.
Fjórir heilbrigðisstarfsmenn eru meðal þeirra sem hafa látist. AFP/Badru Katumba

63 tilfelli af ebóla-veiru hafa verið tilkynnt í Úganda síðustu daga, en þá er bæði um að ræða staðfest tilfelli og tilfelli þar sem grunur er um vírusinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). 29 hafa látist eftir að hafa veikst.

Tíu heilbrigðisstarfsmenn eru í hópi þeirra sem hafa veikst og fjögur hafa látist. Þá hafa fjögur náð bata og fá nú viðeigandi aðhlynningu, að fram kom í máli Tedros Adhanom Ghebreysesus, framkvæmdastjóra WHO á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert