Ráðherrar OPEC-ríkjanna svokölluðu, 13 stórra olíuframleiðslu og -útflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki í dag að draga verulega úr framleiðslu sinni með það fyrir augum að hækka heimsmarkaðsverð á olíu.
Nemur úrdrátturinn tveimur milljónum tunna á dag frá nóvembermánuði að telja, eftir því sem Amir Hossein Zamaninia, yfirmaður OPEC í Íran, greindi fréttamönnum frá eftir fundinn.