Annað fórnarlambið í Svíþjóð látið

Strandgatan í Södertälje en í bænum, sem er skammt suður …
Strandgatan í Södertälje en í bænum, sem er skammt suður af Stokkhólmi, búa rúmlega 70.000 manns. Ljósmynd/Wikipedia.org/Holger Ellgaard

Nítj­án ára gam­all maður, annað fórn­ar­lamba skotárás­ar í Saltskog í bæn­um Södertälje í Svíþjóð fyrr í kvöld, var úr­sk­urðaður lát­inn á sjúkra­húsi nú fyr­ir skömmu, en þangað hafði hann verið flutt­ur með þyrlu.

Hinn ligg­ur þungt hald­inn á sjúkra­húsi að sögn lög­reglu en eft­ir því sem Aft­on­bla­det skrif­ar er sá 16 ára gam­all.

Að þeim meðtöld­um sem nú lést hafa þrír lát­ist af skotsár­um þar í bæn­um í fimm skotárás­um á inn­an við tveim­ur vik­um en jafn­framt er dauðsfall hans það sjötta af þeim völd­um þar síðan í fe­brú­ar.

Að sögn sænska rík­is­út­varps­ins SVT eru íbú­ar bæj­ar­ins með bögg­um hild­ar og kveður Helena Bom­an Brodie fréttamaður, sem er á vett­vangi, marga hafa ámálgað það við hana að þeir hyggi nú á bú­ferla­flutn­inga, ekki sé við þetta ógn­ar­ástand bú­andi.

SVT

Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert