Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels rétt í þessu.
Ernaux er þekkt fyrir skáldsögur sem byggja á hennar eigin reynslu og fjalla oftar en ekki um þemu sem tengjast stéttaskiptingu og kyni.
Hún er að sögn dómnefndar heiðruð fyrir það hugrekki og þá skerpu sem hún nýtir þegar hún fjallar um persónulegar minningar.
Ernaux var í þriðja sæti hjá veðbönkum, en landa hennar Michel Houellebecq var spáð verðlaununum og Anne Carson var í öðru sæti.
Skáldsaga hennar Staðurinn, í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur, hlaut fimm stjörnur í ritdómi Einars Fals Ingólfssonar í Morgunblaðinu í vor.