Bandaríska leyniþjónustan segir Úkraínumenn hafa staðið á bak við morðið á Daríu Dúgínu, dóttur Alexanders Dúgín, eins helsta bandamanns Rússlandsforseta.
Bandarískur embættismaður greinir dagblaðinu New York Times frá þessu.
Bandarísk stjórnvöld vissu ekki fyrirfram af árásinni sem varð Dúgínu að bana, að sögn embættismannsins, og hafa þau jafnframt greint ríkisstjórn Úkraínu frá óánægju sinni með það.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa þvertekið fyrir að sérsveitir landsins hafi staðið á bakvið morðið, eins og Rússar hafa haldið fram.