Enn ein skotárás í Södertälje

Enn er tekist á með skotvopnum í Södertälje.
Enn er tekist á með skotvopnum í Södertälje. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lög­regla í Svíþjóð er með mik­inn viðbúnað í Saltskog í Södertälje, suður af Stokk­hólmi, eft­ir skotárás þar á sjö­unda tím­an­um í kvöld að sænsk­um tíma og eru minnst tveir sár­ir. Hef­ur ann­ar þeirra verið flutt­ur með þyrlu á sjúkra­hús.

Er nú unnið að því að yf­ir­heyra vitni eft­ir því sem sænska rík­is­út­varpið SVT hef­ur eft­ir Mats Eriks­son, upp­lýs­inga­full­trúa lög­regl­unn­ar, og hef­ur lög­regla lokað svæði um­hverf­is vett­vang­inn.

Skotárás­in í kvöld er sú fimmta á tæp­um tveim­ur vik­um í Södertälje og hafa tvær árás­anna kostað manns­líf. Frá því í fe­brú­ar hafa alls fimm manns látið lífið af skotsár­um þar í bæn­um.

SVT

Aft­on­bla­det

Göte­borgs-Posten

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert