Meirihluti frambjóðenda viðurkennir ekki úrslitin

Þyrlur bandaríska landgönguliðsins fljúga yfir Washingtonborg, ein þeirra með Joe …
Þyrlur bandaríska landgönguliðsins fljúga yfir Washingtonborg, ein þeirra með Joe Biden forseta innanborðs. AFP

Meirihluti frambjóðenda Repúblikanaflokksins, sem verða á kjörseðlinum í nóvember í kosningum til Bandaríkjaþings og í lykilstöður innan ríkjanna sjálfra, hefur neitað að viðurkenna eða dregið í efa niðurstöður síðustu forsetakosninga.

Í kosningunum bar Joe Biden, frambjóðandi demókrata, sigur úr býtum og felldi þar með Donald Trump úr embætti forseta.

Í ítarlegri greiningu dagblaðsins Washington Post, sem birt var í dag, kemur fram að afneitunarsinnar séu í framboði í hverjum landshluta og í nærri hverju ríki.

Þinghús Bandaríkjanna, hér litið augum í gegnum girðingu lögreglu.
Þinghús Bandaríkjanna, hér litið augum í gegnum girðingu lögreglu. AFP

174 í framboði í örugg sæti

Í fjórum ríkjum hafi repúblikanar kosið einungis afneitunarsinna til að keppa um embætti í komandi kosningum, þá bæði innan ríkis og fyrir hönd ríkisins innan alríkisins.

Fram kemur einnig að þrátt fyrir að sumir afneitunarsinnarnir hafi verið kjörnir til að bítast um embætti á svæðum þar sem demókratar eru sterkir, og því líklegir til að tapa, þá séu flestir þeirra sigurstranglegir.

Af þessum 299 eru 174 í framboði til sæta þar sem öruggt þykir að repúblikanar sigri. Þá keppir 51 til viðbótar um embætti þar sem talið er að mjótt verði á munum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert