Tveir látnir eftir árásir á borgina Saporisjía

Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði í gær.
Úkraínskir hermenn í Dónetsk-héraði í gær. AFP/Anatólí Stepanov

Að minnsta kosti tveir eru látn­ir eft­ir eld­flauga­árás­ir Rússa á borg­ina Sa­porisjía í suður­hluta Úkraínu snemma í morg­un. „Ein kona lést. Ann­ar dó í sjúkra­bíl,“ skrifaði héraðsstjór­inn Oleks­andr Star­úk á Tel­egram.

„Að minnsta kosti fimm manns eru grafn­ir und­ir rúst­um bygg­inga. Mörg­um hef­ur verið bjargað, þar á meðal þriggja ára stúlku,“ skrifaði hann og bætti við að björg­un­ar­starf sé í full­um gangi.

Star­úk hvatti fólk til að fara var­lega og sagði að það væru „mikl­ar lík­ur á fleiri eld­flauga­árás­um“.

Úkraínsk yf­ir­völd segja að sjö rúss­nesk­um eld­flaug­um hafi verið skotið á Sa­porisjía í morg­un, þar á meðal á íbúðabygg­ing­ar. Fregn­ir hafa borist af elds­voðum og um­tals­verðri eyðilegg­ingu. 

Mikl­ar spreng­ing­ar heyrðust í borg­inni skömmu fyr­ir dagrenn­ingu, að því er BBC greindi frá. 

Árás­irn­ar voru gerðar á sama tíma og úkraínsk­ir her­menn hafa náð mikl­um ár­angri á víg­lín­um bæði í aust­ur- og suður­hluta Úkraínu í bar­dög­um við Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert