Stjórnvöld í Frakklandi hafa stofnað 100 milljóna evra sjóð til aðstoðar Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að nýta eigi sjóðinn í vopnakaup.
Rússneskir hermenn hafa átt undir högg að sækja bæði í suðri og austri að undanförnu vegna öflugrar gagnsóknar Úkraínumanna.
Úkraínskar hersveitir hafa endurheimt landsvæði í þeim héruðum sem Rússar innlimuðu á ólöglegan hátt á dögunum. Þær sækja fram skammt frá borginni Kerson í Kerson-héraði í suðurhluta Úkraínu og hafa einnig náð umtalsverðum árangri í austri.