Breski viðskiptaráðherrann Conor Burns hefur verið sviptur embætti í kjölfar kvörtunar um óviðeigandi háttsemi fyrr í vikunni. Frá þessu greindi embætti forsætisráðherra Bretlands rétt í þessu. Um leið var hann sviptur þingmennsku sinni fyrir Íhaldsflokkinn og á nú yfir höfði sér rannsókn.
Burns hafði gegnt þingmennsku fyrir Bournemouth West frá 2010 og hefur gegnt ráðherrastöðum í stjórnum Borisar Johnsons og Mary Elizabeth Truss.