Dularfullu steinstytturnar sem einkenna Páskaeyju eru margar illa leiknar eftir að eldur braust út á eyjunni á mánudaginn.
Eldurinn, sem braust út fyrr í vikunni, fór yfir tæplega 60 hektara lands. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. BBC greinir frá.
Stytturnar, sem líkjast allar stórgerðu andliti, telja nokkur hundruð á eyjunni en ekki liggur fyrir hversu margar urðu fyrir tjóni af völdum eldsvoðans. Þær sem lentu í eldinum brunnu illa og eru svartar af sóti.
Pedro Edmunds, borgarstjóri eyjunnar, sagði skaðann óafturkræfan.