Bruninn „aðeins byrjunin“

Hér má sjá lestina í ljósum logum.
Hér má sjá lestina í ljósum logum. skjáskot af myndbandi

Rann­sókn­ar­nefnd Rúss­lands hef­ur hafið saka­mál­a­rann­sókn á spreng­ingu sem varð á brú yfir Kert­sj-sund milli Rúss­lands og Krímskaga. 

Tvær ak­rein­ar féllu sam­an að hluta til og eru því ónot­hæf­ar. Talsmaður rúss­neska þings­ins, Vla­dimír Kont­ant­in­ov, hef­ur op­in­ber­lega sakað Úkraínu um verknaðinn. Hann tel­ur þó að það muni ekki líða á löngu þar til brú­in verður end­ur­reist. 

Brú­in gegn­ir lyk­il­hlut­verki í sam­göng­um og flutn­ing­um her­gagna milli Rúss­lands og Krímskaga í Úkraínu, sem Rúss­ar inn­limuðu 2014. 

Úkraínsk yf­ir­völd brugðust við fregn­um af brun­an­um með tísti þar sem sagði að þetta væri „veik­ur bruni“ eða „geðveik­ur bruni“ (e. sick burn). 

Aðeins byrj­un­in

Ráðgjafi Vlodimír Selenskí for­seta Úkraínu lýsti því yfir að eyðilegg­ing­in vegna brun­ans væri aðeins byrj­un­in, án þess þó að staðfesta að úkraínsk yf­ir­völd væru ábyrg fyr­ir spreng­ing­unni.

„Allt ólög­legt verður að eyðileggja, öllu stolnu verður að skila til Úkraínu, öllu sem heyr­ir und­ir yf­ir­ráð Rússa, skal út­hýst,“ skrifaði hann jafn­framt í tísti sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert