Neyðarástand í New York vegna fjölda hælisleitenda

Hvern dag berast fimm til sex rútur fullar af flóttafólki …
Hvern dag berast fimm til sex rútur fullar af flóttafólki inn til borgarinnar. AFP

Borg­ar­stjór­inn í New York, Eric Adams, hef­ur lýst yfir neyðarástandi vegna flótta­manna­straums sem legið hef­ur inn til borg­ar­inn­ar að und­an­förnu. 

Fleiri en 17 þúsund flótta­menn hafa flutt til borg­ar­inn­ar síðan í apríl.

Ríki í Banda­ríkj­un­um þar sem Re­públi­kana­flokk­ur­inn er við völd, á borð við Texas, Arizona og Flórída, hafa tekið upp á því að senda flótta­fólk yfir til ríkja sem eru und­ir stjórn Demó­krata. 

Fimm til sex rút­ur á dag

For­dæma­laus fjöldi hef­ur komið að landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó síðustu mánuði.

Frá því í sept­em­ber hafa að meðaltali komið fimm til sex rút­ur á dag, full­ar af fólki, inn til New York-borg­ar, í leit að hæli. 

Að sögn Adams er einn af hverj­um fimm þess­ara ein­stak­linga nú þegar með stöðu hæl­is­leit­anda í Banda­ríkj­un­um. 

Þessi straum­ur fólks mun koma til með að kosta borg­ina einn millj­arð banda­ríkja­dala, eða 144 millj­arða ís­lenskra króna. Borg­ar­stjór­inn kall­ar eft­ir því að ríkið stigi inn í með sér­stök­um fjár­fram­lög­um vegna þessa. 

„Íbúar eru reiðir, ég er líka reiður. Við báðum ekki um þetta. Það var aldrei gert neitt sam­komu­lag um að við mynd­um taka það á okk­ur að standa und­ir þúsund­um hæl­is­leit­enda.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert