Rússnesk yfirvöld hafa tilkynnt að þegar hafi verið opnað fyrir lestarumferð á brúnni yfir Kertsj-sund að hluta, eftir bruna þar í morgun í kjölfar sprengingar. Tvær lestir hafi lagt af stað til Sankti Pétursborgar og Moskvu fyrir skömmu.
Þrír létust í sprengingu á brúnni yfir Kertsj-sund á milli Rússlands og Krímsskaga, að sögn rússneskra stjórnvalda. Þau hafa ekki lýst úkraínsk stjórnvöld ábyrg fyrir árásinni.
Sprengingin varð í flutningabifreið í eigu manns með skráð lögheimili í Krasnotar-héraði í suðurhluta Rússlands, að sögn rússneskra yfirvalda. Húsleit verði gerð á heimili mannsins.
Brúingegnir lykilhlutverki í samgöngum milli Rússlands og Krímskaga í Úkraínu, sem var innlimaður í Rússland árið 2014.