Rússar skipa nýjan hershöfðingja

Úkraínumenn hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og nú …
Úkraínumenn hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og nú skipta Rússar um mann í brúnni. AFP

Rúss­nesk yf­ir­völd hafa skipað nýj­an hers­höfðingja til að leiða hernaðaraðgerðir í Úkraínu, eft­ir tals­vert bak­slag und­an­farið. 

Sá sem tek­ur við embætt­inu heit­ir Ser­gei Súró­vík­in og er hlýt­ur hann þar með starfstitil­inn yf­ir­maður sam­einaðra her­sveita í sér­stök­um hernaðaraðgerðum. 

Súró­vík­in er 55 ára gam­all. Hann hef­ur hingað til leitt aðgerðir hers­ins í suður­hluta Úkraínu. 

Til votts um „hryðju­verkaeðli“ Úkraínu­manna

Spreng­ing varð á brúnni sem ligg­ur milli Rúss­lands og Krímskaga í morg­un, sem olli því að ak­rein­in yfir til Krímskaga féll sam­an. Hef­ur brú­in gegnt lyk­il­hlut­verki í flutn­ingi her­gagna frá Rússlandi yfir til her­sveita sinna í Úkraínu. 

Rúss­ar saka Úkraínu­menn um að bera ábyrgð á spreng­ing­unni og segja hana til votts um „hryðju­verkaeðli“ Úkraínu­manna. 

Úkraínu­menn hafa ekki geng­ist við því að hafa staðið að baki árás­inni, en þó hafa þeir gefið það óbeint til kynna með viðbrögðum sín­um. Sér­stök rann­sókn­ar­nefnd hef­ur málið til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert