Segir af sér eftir svindl

Nilsen gerðist sekur um svindl á háttskrifuðu móti sem fram …
Nilsen gerðist sekur um svindl á háttskrifuðu móti sem fram fór á netinu, Pro Chess League. Ljósmynd/Tarjei J. Svensen

For­seti norska skák­sam­bands­ins, Joachim Bir­ger Nil­sen, hef­ur sagt af sér. Hann gerðist sek­ur um svindl á hátt­skrifuðu móti sem fram fór á net­inu, Pro Chess League.

Tefldi hann þá í liði með Magn­us Carlsen heims­meist­ara í mót­inu, sem fór fram á ár­un­um 2016 til 2017. 

Nil­sen, sem stát­ar af alþjóðleg­um meist­ara­titli, viður­kenndi brotið eft­ir að norska rík­is­sjón­varp­inu (NRK) var gert kunn­ugt um svindlið, að því er fram kem­ur á vefn­um Chess.com.

Steig fram eft­ir þrýst­ing frá norska rík­is­sjón­varp­inu

Viður­kenndi Nil­sen í gær í sam­tali NRK að hafa fengið hjálp frá ut­anaðkom­andi aðila, sem var staðsett­ur í öðru her­bergi, á meðan á mót­inu stóð.

Chess.com grunaði Nil­sen um svindl á þeim tíma en for­svars­fólk síðunn­ar seg­ist ekki hafa haft nóg í hönd­un­um til þess að setja ásak­an­irn­ar fram.

Þó sendi Chess.com tölvu­póst á stór­meist­ar­ann og liðsstjór­ann Jon Ludvig Hammer og tjáði hon­um að Nil­sen hefði svindlað, en Nil­sen neitaði þá ásök­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert