Segja þrjá hafa látist í sprengingunni

Brúin stendur í ljósum logum.
Brúin stendur í ljósum logum. AFP

Rann­sókn­ar­nefnd Rúss­lands hef­ur gefið út að þrír hafi lát­ist í spreng­ing­unni á brúnni yfir Kert­sj-sund í morg­un, sem teng­ir landið við Krímskaga. Bor­in hafa verið kennsl á eig­anda vöru­bíls­ins sem sprakk.

„Sam­kvæmt bráðabirgðaupp­lýs­ing­um lét­ust þrír,“ seg­ir í til­kynn­ingu nefnd­ar­inn­ar, en talið er að um sé að ræða farþega í bif­reið sem var ná­lægt vöru­bíln­um þegar hann sprakk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert