Sjö látnir á Írlandi

Írska lögreglan að störfum.
Írska lögreglan að störfum. AFP

Sjö eru látn­ir eft­ir spreng­ingu sem varð á bens­ín­stöð við Creeslough á Írlandi. Eft­ir linnu­lausa leit, sem er hvergi nærri lokið, hafa átta til viðbót­ar verið flutt­ir á sjúkra­hús. 

Sjúkra­húsið í grennd­inni, Letter­kenny há­skóla­sjúkra­hús, hef­ur lýst yfir neyðarástandi og heil­brigðis­yf­ir­völd biðja fólk að halda sig frá bráðamót­tök­unni nema í al­gerri neyð. 

Michael Mart­in, póli­tísk­ur leiðtogi Írlands, seg­ir að hugsað sé til og beðið sé fyr­ir þeim sem létu lífið eða slösuðust í spreng­ing­unni.

„Fólkið í land­inu verður mátt­vana vegna þessa áfalls og hörm­ung­ar,“ sagði hann meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ingu sinni. Þá þakkaði hann jafn­framt viðbragðsaðilum fyr­ir þá þrot­lausu vinnu sem þeir inna af hendi um þess­ar mund­ir. 

Or­sök sprengin­ar­inn­ar er ekki ljós, en lög­regla tel­ur þó lík­leg­ast að gas­leki hafi valdið henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert