Skemmdarverk lömuðu lestarkerfið

Lestarkerfið lá niðri í tæpar þrjár klukkustundir.
Lestarkerfið lá niðri í tæpar þrjár klukkustundir. AFP

Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hefur lýst því yfir að skemmdarverk hafi verið orsök truflana á leiðarkerfinu í norðurhluta Þýskalands, en í morgun stöðvuðust lestarferðir þar í tæplega þrjár klukkustundir.

Skemmdarverkin beindust að raflínum sem eru nauðsynlegar fyrir lestarferðir. Því þurfti að stöðva allar ferðir meðan unnið var að lagfæringum.

Yfirvöld hafa tekið við rannsókn málsins. 

Stöðvunin hafði víðtæk áhrif á lestarkerfi Þýskalands. Meðal annars á millilandaleiðir til dönsku borganna Kaupmannahafnar og Árósa, að því er fram kemur í umfjöllun þýska ríkismiðilsins DW.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert