Skemmdarverk lömuðu lestarkerfið

Lestarkerfið lá niðri í tæpar þrjár klukkustundir.
Lestarkerfið lá niðri í tæpar þrjár klukkustundir. AFP

Lestar­fyr­ir­tækið Deutsche Bahn hef­ur lýst því yfir að skemmd­ar­verk hafi verið or­sök trufl­ana á leiðar­kerf­inu í norður­hluta Þýska­lands, en í morg­un stöðvuðust lest­ar­ferðir þar í tæp­lega þrjár klukku­stund­ir.

Skemmd­ar­verk­in beind­ust að raflín­um sem eru nauðsyn­leg­ar fyr­ir lest­ar­ferðir. Því þurfti að stöðva all­ar ferðir meðan unnið var að lag­fær­ing­um.

Yf­ir­völd hafa tekið við rann­sókn máls­ins. 

Stöðvun­in hafði víðtæk áhrif á lest­ar­kerfi Þýska­lands. Meðal ann­ars á milli­landa­leiðir til dönsku borg­anna Kaup­manna­hafn­ar og Árósa, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un þýska rík­is­miðils­ins DW.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert