Norður-kóreski herinn skaut tveimur langdrægum eldflaugum í sæ í dag. Flaugarnar voru þær sjöunda og áttunda sem einræðisríkið hefur skotið í átt að Japanshafi á síðustu tveimur vikum.
Talsmaður ríkisins segir tilefnið vera heræfingar Bandaríkjanna á svæðinu.
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir þetta vera lögmætt viðbragð við ógnunartilburðum Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa statt og stöðugt bætt í.
Skotflaugunum var beint í átt að Japanshafi en lentu þó ekki innan lögsögu Japans samkvæmt þarlendum stjórnvöldum sem staðfestu þó fregnir af skotunum. Ekkert bendir til þess að skotflaugarnar hafi ollið neinum skaða á skipum.
Æfingum Bandaríkjahers á svæðinu lauk í dag samkvæmt kóreska fjölmiðlinum Yonhap.