Skutu tveimur eldflaugum í Japanshaf í dag

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Norður-kór­eski her­inn skaut tveim­ur lang­dræg­um eld­flaug­um í sæ í dag. Flaug­arn­ar voru þær sjö­unda og átt­unda sem ein­ræðis­ríkið hef­ur skotið í átt að Jap­ans­hafi á síðustu tveim­ur vik­um.

Talsmaður rík­is­ins seg­ir til­efnið vera heræf­ing­ar Banda­ríkj­anna á svæðinu.

Flaug­arn­ar enda í Jap­ans­hafi

Ut­an­rík­is­ráðherra Norður-Kór­eu seg­ir þetta vera lög­mætt viðbragð við ógn­un­ar­til­b­urðum Banda­ríkj­anna. Banda­rík­in hafa statt og stöðugt bætt í.

Skot­flaug­un­um var beint í átt að Jap­ans­hafi en lentu þó ekki inn­an lög­sögu Jap­ans sam­kvæmt þarlend­um stjórn­völd­um sem staðfestu þó fregn­ir af skot­un­um. Ekk­ert bend­ir til þess að skot­flaug­arn­ar hafi ollið nein­um skaða á skip­um. 

Æfing­um Banda­ríkja­hers á svæðinu lauk í dag sam­kvæmt kór­eska fjöl­miðlin­um Yon­hap.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert