Sprenging á brúnni milli Rússlands og Krímskaga

Hér má sjá brúnna sem um ræðir en hún er …
Hér má sjá brúnna sem um ræðir en hún er nú í ljósum logum. Ljósmynd/Росавтодор

Eld­ur kviknaði á brú yfir Kert­sj-sund í morg­un. Brú­in gegn­ir lyk­il­hlut­verki í sam­göng­um milli Rúss­lands og Krímskaga í Úkraínu, sem var inn­limaður af Rússlandi 2014.

Yf­ir­völd í Rússlandi segja að um bíla­sprengju hafi verið að ræða. Eld­ur­inn breiddi svo úr sér og læsti sig í sjö lest­ar­vögn­um sem voru að flytja olíu­forða til Krímskaga frá Rússlandi. Við það varð spreng­ing á brúnni og er hún ónot­hæf um þess­ar mund­ir. 

Al­var­leg­ar af­leiðing­ar

Brú­in sem um ræðir var reist að til­skip­un Vla­dimír Pútíns for­seta Rúss­lands og tek­in í notk­un árið 2018. 

Eft­ir inn­rás Rússa­lands í Úkraínu hef­ur brú­in gegnt lyk­il­hlut­verki sem stof­næð fyr­ir flutn­ing her­gagna frá Rússlandi til her­sveita sinna á vett­vangi. Einkum fyr­ir þær her­sveit­ir sem stadd­ar eru í suður­hluta Úkraínu, en liðsauki við her­inn hef­ur nýtt sér þessa sömu leið. 

Rúss­ar hafa tryggt ör­yggi brú­ar­inn­ar til þessa og lýst því yfir við yf­ir­völd í Úkraínu að það hefði í för með sér al­var­leg­ar af­leiðing­ar ef ráðist yrði á hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert