Sprenging á brúnni milli Rússlands og Krímskaga

Hér má sjá brúnna sem um ræðir en hún er …
Hér má sjá brúnna sem um ræðir en hún er nú í ljósum logum. Ljósmynd/Росавтодор

Eldur kviknaði á brú yfir Kertsj-sund í morgun. Brúin gegnir lykilhlutverki í samgöngum milli Rússlands og Krímskaga í Úkraínu, sem var innlimaður af Rússlandi 2014.

Yfirvöld í Rússlandi segja að um bílasprengju hafi verið að ræða. Eldurinn breiddi svo úr sér og læsti sig í sjö lestarvögnum sem voru að flytja olíuforða til Krímskaga frá Rússlandi. Við það varð sprenging á brúnni og er hún ónothæf um þessar mundir. 

Alvarlegar afleiðingar

Brúin sem um ræðir var reist að tilskipun Vladimír Pútíns forseta Rússlands og tekin í notkun árið 2018. 

Eftir innrás Rússalands í Úkraínu hefur brúin gegnt lykilhlutverki sem stofnæð fyrir flutning hergagna frá Rússlandi til hersveita sinna á vettvangi. Einkum fyrir þær hersveitir sem staddar eru í suðurhluta Úkraínu, en liðsauki við herinn hefur nýtt sér þessa sömu leið. 

Rússar hafa tryggt öryggi brúarinnar til þessa og lýst því yfir við yfirvöld í Úkraínu að það hefði í för með sér alvarlegar afleiðingar ef ráðist yrði á hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert