Tala látinna vegna sprengingar á bensínstöð í þorpinu Creeslough í Írlandi hefur hækkað upp í tíu manns samkvæmt opinberum tölum. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan 15 á föstudag.
Lögreglan í Írlandi segir alla möguleika verða rannasakaða en málið blasi við þeim sem „hörmulegt slys“.
Three dead and fears more trapped under the rubble after petrol station blast Police have confirmed three people lost their lives in the blast
— sync (@syncmedia24) October 7, 2022
The explosion happened at a station just outside the village of Creeslough in the north west of Ireland at around 3pm. pic.twitter.com/uHHtCdpHon
Rannsakendur segjast nokkuð vissir um látinna muni ekki hækka úr þessu þar sem enginn sé ófundinn að svo stöddu.
Letterkenny háskólasjúkrahúsið, lýsti yfir neyðarástandi vegna sprengingarinnar og heilbrigðisyfirvöld báðu fólk um að halda sig frá bráðamóttökunni nema í algerri neyð.
Viðbragðsaðilar voru á störfum á svæðinu alla nóttina en bensínstöðin sjálf er rústir einar.
Fórnarlömbin voru öll heimamenn í Creeslough. Þau voru á öllum aldri, meðal annars þrjú börn.