Tíu látnir eftir sprengingu í Írlandi

Viðbragðsaðilar á vettvangi í Creeslough.
Viðbragðsaðilar á vettvangi í Creeslough. AFP

Tala látinna vegna sprengingar á bensínstöð í þorpinu Creeslough í Írlandi hefur hækkað upp í tíu manns samkvæmt opinberum tölum. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan 15 á föstudag. 

Lögreglan í Írlandi segir alla möguleika verða rannasakaða en málið blasi við þeim sem „hörmulegt slys“. 

Allir komnir í leitirnar

Rannsakendur segjast nokkuð vissir um látinna muni ekki hækka úr þessu þar sem enginn sé ófundinn að svo stöddu. 

Letter­kenny há­skóla­sjúkra­húsið, lýsti yfir neyðarástandi vegna sprengingarinnar og heil­brigðis­yf­ir­völd báðu fólk um að halda sig frá bráðamót­tök­unni nema í al­gerri neyð. 

Viðbragðsaðilar voru á störfum á svæðinu alla nóttina en bensínstöðin sjálf er rústir einar.

Fórnarlömbin voru öll heimamenn í Creeslough. Þau voru á öllum aldri, meðal annars þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert