„Við skiljum engan eftir“

Köttur slækir út um eftir að hafa lagst á lík …
Köttur slækir út um eftir að hafa lagst á lík rússnesks hermanns. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Ummerki um leiftursókn Úkraínu í Karkív-héraði eru hvarvetna. Eyðilögð og yfirgefin hergögn, skrifdrekar, brynvagnar, fallbyssur og skotfæri eru víðsvegar á vegum og ökrum.

Varað er við því að myndirnar sem fylgja umfjölluninni eru ekki fyrir viðkvæma. 

Sóknin hefur verið það hröð að rússneski herinn flýr á hraðskreiðustu faratækjum sem hermenn finna, oft á stolnum bifreiðum, og skilja eftir hægfara hergögn.

Úkraínski herinn tortímdi bílalest með rússneskum hermönnum á flótta. Rússneski …
Úkraínski herinn tortímdi bílalest með rússneskum hermönnum á flótta. Rússneski herinn nýtti oft borgaralega faratæki á flóttanum þar sem þau komast hraðar en skriðdrekar og brynvagnar. mbl/Oksana Jóhannesson

Við erum á leið til bæjarins Líman, sem var frelsaður undan hernámi Rússa þann 1. október. Bærinn hefur strategíska þýðingu sem helsta lestarmiðstöð Donétsk-héraðs og frelsun hans gerir úkraínska hernum nú kleift að sækja inn í Lúhansk-hérað.

Á leiðinni til Líman keyrum við fram á rússneska bílalest sem orðið hefur fyrir sprengjuárás. Sjö sendibílar og fólksbílar hafa gereyðilagst. Hermannabúningar, hjálmar og vistir liggja á víð og dreif á veginum. Lík hafa verið fjarlægð úr bifreiðum, en tvö liggja skammt frá í skógi.

Hundar og kettir hafa lagst á lík rússneskra hermanna og …
Hundar og kettir hafa lagst á lík rússneskra hermanna og nagað af fingur. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Við tökum tali úkraínskan liðsforingja, Andríj, og spyrjum hvernig árásin hafi verið framkvæmd:

„Við sendum 7 manna njósnaveit yfir víglinuna að næturlagi og hún kom fyrir fjarstýrði sprengju við veginn. Við fylgdumst einnig með bílalestinni úr drónum, sem sendu nákvæm hnit til stórskotaliðssveita. Fremsta bifreiðin var spengd með fjarstýrðu spengjunni og hinar bifreiðarnar tortímdi stórskotaliðið á innan við mínutu. Þeir rússnesku hermenn sem komust út úr bifreiðunum áður en stórskotalðið hóf árás voru skotnir af njósnaveitinni í skóginum í kring.“

Lík rússneskra hermanna á sjúkrabörum í útjaðri Lyman. Einn þeirra …
Lík rússneskra hermanna á sjúkrabörum í útjaðri Lyman. Einn þeirra er ílla útbúinn svörtum þröngum í gallabuxum mbl.is/Oksana Jóhannesson
Hergögn rússneska hersins á veginum til Lyman sem var tortímt …
Hergögn rússneska hersins á veginum til Lyman sem var tortímt í leiftursókn Úkraínu. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Hermannabúningar liggja víðsvegar

Við höldum áfram ferð okkar um þorp og bæi, sem úkraínski herinn hefur frelsað undan hernámi Rússa. Hermannabúningar liggja víðsvegar við vegi, enda reyna hermenn stundum að gefa sig út fyrir að vera óbreyttir borgarar á flóttanum. Í skógum á svæðinu eru enn rússneskir hermenn, sem flestir gefast upp vegna matarskorts.

Herbúningar, hjálmar, vistir og persónulegir munir eru á víð og …
Herbúningar, hjálmar, vistir og persónulegir munir eru á víð og dreif eftir árásina. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Við tökum Dmítró tali í einu af þorpunum. Hann segir okkur að fyrir nokkrum dögum hafi tveir rússneskir hermenn birst í þorpinu og spurt hvort þeir væru umkringdir af úkraínska hernum.

„Nei, sagði ég, þið eruð ekki umkringdir strákar, þið eruð langt handan víglínunnar.“ Hermennirnir spurðu hvar væri nálægasta eftirlitsstöð úkraínska hersins svo þeir gætu gefist upp.

Lík rússnesks hermanns skammt fra bílalestinni. Þeim sem tókst að …
Lík rússnesks hermanns skammt fra bílalestinni. Þeim sem tókst að flýja skotárásina á bílalestina voru skotnir af úkraínskri hersveit í skóginum í kring. mbl.is/Oksana Jóhannesson
Giftingarhringur á fingri hins fallna rússneska hermanns. Eiginkonan veit ekki …
Giftingarhringur á fingri hins fallna rússneska hermanns. Eiginkonan veit ekki um afdrif hans. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Ungur piltur vísaði á líkin

Á gatnamótum í þorpinu er ungur piltur, Volodja, að húkka far. Við tökum hann upp í bílinn. Hann þarf far heim til sín í útjaðri borgarinnar Líman skammt frá. Hann segist hafa nýverið snúið ásamt fjölskyldu sinni aftur heim tíl sín eftir að úkraínski herinn frelsaði Líman. Þegar við segjum honum að við séum fréttamenn greinir hann okkur frá því að fyrr um daginn hafi hann gengið fram á lík hermanna. Hann segist geta sýnt okkur hvar þau eru.

Við erum fyrstu fréttamennirnir sem komum á vettvang og látum lögregluna vita um hæl (úkraínska lögreglan snéri aftur til Líman nokkrum dögum eftir frelsun borgarinnar).

Lík 13 rússneskra hermanna á sjúkrabörum í útjaðri bæjarins Lyman. …
Lík 13 rússneskra hermanna á sjúkrabörum í útjaðri bæjarins Lyman. Við vorum fyrstu fréttamennirnir á vettvang og létum lögregluna vita (lögreglan hafði nýverið snúið aftur til Lyman) mbl.is/Oksana Jóhannesson

Fátt getur búið mann undir þá sjón sem við blasir þegar við komum að líkunum. Nálykt berst að vitum okkar, hundar og kettir hafa lagst á líkin, andlit, háls og fingur, þá líkamshluta sem auðveldast er að naga. Það er erfitt að reka dýrin í burtu, þau hvæsa, urra og sýna tennurnar. Þau óttast ekki lengur reiði mannfólksins.

Húðflúr á líkama hermanns frá Wagner sveitunum, hin svarta sól, …
Húðflúr á líkama hermanns frá Wagner sveitunum, hin svarta sól, eitt af táknum nýnasista. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Líkin flest með opin augu og munna

Felulitir á klæðnaði eru þeir sem rússneski herinn notar. Líkin eru þrettán að tölu og nær öll á sjúkrabörum við fáfarinn malarveg. Við spyrjum Oleg sem býr skammt frá hvort hann viti hvað hafi gerst hér.

„Það var sett upp bráðabirgðasjúkrastöð hérna. Það átti að flytja hermennina áfram á sjúkrahús í Líman. Það kom hertrukkur hingað, væntanlega til að sækja þá, en hann brunaði síðan í burtu og skildi hermennina eftir. Þetta var þegar úkraínski herinn sótti hratt fram á svæðinu. Við fórum síðan ekki út úr húsi í tvo daga meðan átökin stóðu sem hæst.“

Lík rússneskra hermanna á sjúkrabörum. Þeir virðast hafa verið skildir …
Lík rússneskra hermanna á sjúkrabörum. Þeir virðast hafa verið skildir eftir særðir undir beru lofti. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Líkin eru flest með opin augu og munna, enginn hefur veitt þeim nábjargir. Sárabindi, skæri og æðaklemmur eru á víð og dreif. Sjúkrabörurnar bera þess einnig merki að margir hafi verið á lífi, illa særðir, og hafi einfaldlega verið skildir eftir undir beru lofti þegar rússneski herinn flúði undan leiftursókn Úkraínumanna.

Á hringnum sem hermaðurinn ber stendur “Verndaðu og varðveittu” úr …
Á hringnum sem hermaðurinn ber stendur “Verndaðu og varðveittu” úr bæn réttrúnaðarkirkjunnar. Trúað fólk ber oft þennan hring. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Flestir hinna látnu ungir menn

Nokkur líkanna bera giftingarhringi og flestir hinna látnu eru ungir menn. Meirihlutinn er frá Wagner-sveitinni (rússneskt málaliðafyrirtæki). Við sjáum það búningum og skóm, sem eru að öllu jöfnu betri en það sem atvinnuherinn fær úthlutað.

Á einu Wagner-líkinu er húðflúr í hjartastað, hin svarta sól, eitt af táknum nýnasista. Tengsl Wagner við hægri öfgahreyfingar í Rússlandi eru vel þekkt og það er kaldhæðnislegt að nýnasistar séu sendir til að „afnasistavæða“ Úkraínu.

Fallnir rússneskrir hermenn á sjúkrabörum. Þeir voru fluttir á bráðabirgðasjúkrastöð …
Fallnir rússneskrir hermenn á sjúkrabörum. Þeir voru fluttir á bráðabirgðasjúkrastöð af vígvellinum og ætlunin að flytja þá áfram á sjúkrahús í Lyman, en þeir voru skildir eftir. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Tvö líkanna liggja á grúfu skammt frá sjúkrabörum, sem bendir til þess að hermennirnir hafi reynt skríða í burtu í leit að hjálp. Sum líkin bera merki sprengjuárása og eru með stór sár á búk eða höfði, sum eru með brunasár og afmynduð andlit. Önnur lík virðast vera með skotsár.

Oleg var vitni að því þegar rússneski herinn skildi hermennina …
Oleg var vitni að því þegar rússneski herinn skildi hermennina eftir. mbl.is/Oksana Jóhannesson

Að skilja eftir særða hermenn sýnir fullkomið hirðuleysi rússneska hersins gagnvart eigin hermönnum. Hundar og kettir sem fólk skildi eftir á flótta undan Rússum hafa nú snúið aftur og leggjast á lík innrásarhersins.

Eitt af rússneskum slagorðum innrásarinnar í Úkraínu er „Svajíkh né brasaém“, eða „Við skiljum enga eftir“. Það er hins vegar nákvæmlega það sem gerst hefur hér í útjaðri Líman, særðir hermenn á sjúkrabörum skildir eftir undir beru lofti. Kaldhæðni örlaganna verður vart meiri.

Hundur við lík rússneskra hermanna í útjaðri Lyman. Það var …
Hundur við lík rússneskra hermanna í útjaðri Lyman. Það var erfitt að reka dýr í burtu. mbl.is/Oksana Jóhannesson
Hundur nagar mannabein.
Hundur nagar mannabein. mbl.is/Oksana Jóhannesson
Maður hjólar fram hjá líkum rússneskra hermanna í útjaðri Lyman.
Maður hjólar fram hjá líkum rússneskra hermanna í útjaðri Lyman. mbl.is/Oksana Jóhannesson
Lík rússnesks hermanns, líklega frá Wagner sveitunum að klæðaburði að …
Lík rússnesks hermanns, líklega frá Wagner sveitunum að klæðaburði að dæma. Andlitið og búkurinn eru með brunasár. mbl.is/Oksana Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert