22 látnir og yfir 50 saknað eftir aurskriðu

Yfir 50 manns er enn saknað.
Yfir 50 manns er enn saknað. AFP

Að minnsta kosti 22 eru látn­ir eft­ir aur­skriðu er varð í miðhluta Venesúela í dag, í kjöl­far rign­ing­ar­flóða. Yfir 50 manns er enn saknað.

Áin El Pato, 67 kíló­metra suðvest­ur af Caracas, flæddi þá yfir bakka sína og tók með sér nokkr­ar bygg­ing­ar, íbúðahús­næði, versl­an­ir og slát­ur­hús.

„Mikið tjón hef­ur orðið og fólk hef­ur dáið. [...] Yfir 52 manns er saknað og við reyn­um nú eft­ir fremsta megni að hafa uppi á þeim,“ sagði Delcy Rodrigu­ez, for­sæt­is­ráðherra Venesúela á vett­vangi í kvöld.

Enn er leitað að fólki í rústunum.
Enn er leitað að fólki í rúst­un­um. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert