22 látnir og yfir 50 saknað eftir aurskriðu

Yfir 50 manns er enn saknað.
Yfir 50 manns er enn saknað. AFP

Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir aurskriðu er varð í miðhluta Venesúela í dag, í kjölfar rigningarflóða. Yfir 50 manns er enn saknað.

Áin El Pato, 67 kílómetra suðvestur af Caracas, flæddi þá yfir bakka sína og tók með sér nokkrar byggingar, íbúðahúsnæði, verslanir og sláturhús.

„Mikið tjón hefur orðið og fólk hefur dáið. [...] Yfir 52 manns er saknað og við reynum nú eftir fremsta megni að hafa uppi á þeim,“ sagði Delcy Rodriguez, forsætisráðherra Venesúela á vettvangi í kvöld.

Enn er leitað að fólki í rústunum.
Enn er leitað að fólki í rústunum. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert