Dularfull samtök með skrifstofur á Íslandi

Frá Katar. Þar verður HM haldið í nóvember og desember.
Frá Katar. Þar verður HM haldið í nóvember og desember. AFP

Dul­ar­fullt bréf barst ný­lega til höfuðstöðva alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA. Send­andi bréfs­ins er óþekkt­ur en skrif­stof­ur viðkom­andi eru skráðar á Íslandi.

Bréfið er und­ir­ritað af sam­tök­um sem kalla sig „Órit­skoðuð Dan­mörk.“ Í bréf­inu seg­ir að sam­tök­in séu mann­rétt­inda­sam­tök. Skora þau á FIFA að leyfa dómur­um á kom­andi heims­meist­ara­móti í fót­bolta, að bera arm­bönd með orðunum „Bind­um endi á kynþátta­for­dóma í Dan­mörku“.

Í bréf­inu stend­ur að stöðva verði inn­flytj­enda­stefnu Dan­merk­ur sem lit­ist af kynþátta­for­dóm­um. For­seti FIFA, Gi­anni In­fant­ino, verði að nota heims­meist­ara­mótið til þess að að vekja heims­byggðina til vit­und­ar um þann vanda sem sé til staðar á Norður­lönd­un­um. 

Í bréf­inu er skipu­leggj­end­um heims­meist­ara­móts­ins í Kat­ar þakkað sér­stak­lega fyr­ir vel unn­in störf. 

Bréfið má sjá í heild sinni hér að neðan en NRK grein­ir frá mál­inu. Bréfið hef­ur vakið mikla at­hygli í Dan­mörku og velt­ir fólk því fyrst og fremst fyr­ir sér hver sé á bak við bréfið.

Gianni Infantino formaður FIFA.
Gi­anni In­fant­ino formaður FIFA. AFP

Gætu verið hvar sem er

Sam­tök­in halda úti vefsíðu þar sem allt efni er á ensku, en þar má finna ýms­ar grein­ar um það sem miður hef­ur farið í tengsl­um við mál inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda í Dan­mörku.

Danska knatt­spyrnu­sam­bandið kveðst ekki hafa nein tengsl við um­rædd sam­tök. Vefsíðan var fyrst skráð í gegn­um fyr­ir­tækið NameCheap. Þannig er raun­veru­leg staðsetn­ing heimasíðunn­ar nán­ast órekj­an­leg. 

Sam­tök­in eru með skrif­stofu skráða á Íslandi, en vefsíðan get­ur þó verið starf­rækt hvaðan að sem er úr heim­in­um. Lík­legt þykir að ein­stak­ling­arn­ir að baki sam­tök­un­um séu stadd­ir í Kat­ar.

Skjá­skot
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert