Myndband, sem sýndi hvíta grímu, og svo í kjölfarið, mynd af Ali Khamenei, leiðtoga Íran, umlykinn ljósum logum, rauf útsendingu ríkissjónvarps í Íran í gær.
Að baki verknaðinum stóð hópur sem kallar sig „Adalat Ali“, eða „Ali réttlætisins.“
Er þetta þáttur í mótmælunum sem geisa í Íran um þessar mundir, og brutust út eftir að ung kona, að nafninu Mahsa Amini, lét lífið eftir pyntingar af hálfu lögreglu, fyrir að hylja ekki allt hár sitt með hijab-slæðu.
Þrír mótmælendur léti lífið nýlega eftir að til átaka kom milli þeirra og lögreglu. Myndir af þeim látnu birtust einnig í umræddu myndbandi, bæði Ahmini og mótmælendunum. Þá voru myndir af leiðtoganum með skotmark á höfði sér.
Með myndabandinu var fólk hvatt til að rísa upp og ganga til liðs við mótmælendurna. „Blóð ungdómsins okkar drýpur úr lófum ykkar.“
Myndbandið náði spilun í nokkrar sekúndur, klukkan sex í gærkvöldi, uns ríkissjónvarpið náði tökum á dagskránni á ný. Hér má sjá myndbandið.
#BREAKING The Edalat-e Ali hacktivist group hacked the Iranian state TV's live news broadcast, displaying a photo of Khamenei with the verse "The Blood of Our Youths Is on Your Hands" along with photos of #MahsaAmini and three other girls killed in #IranProtests. pic.twitter.com/dYM7flUBQt
— Iran International English (@IranIntl_En) October 8, 2022