Rufu útsendingu ríkissjónvarpsins

Hvít gríma birtist á skjánum á miðjum kvöldfréttartíma.
Hvít gríma birtist á skjánum á miðjum kvöldfréttartíma. skjáskot af myndbandi

Mynd­band, sem sýndi hvíta grímu, og svo í kjöl­farið, mynd af Ali Khamenei, leiðtoga Íran, um­lyk­inn ljós­um log­um, rauf út­send­ingu rík­is­sjón­varps í Íran í gær.

Að baki verknaðinum stóð hóp­ur sem kall­ar sig „Adalat Ali“, eða „Ali rétt­læt­is­ins.“ 

Er þetta þátt­ur í mót­mæl­un­um sem geisa í Íran um þess­ar mund­ir, og brut­ust út eft­ir að ung kona, að nafn­inu Mahsa Am­ini, lét lífið eft­ir pynt­ing­ar af hálfu lög­reglu, fyr­ir að hylja ekki allt hár sitt með hijab-slæðu. 

Hvöttu fólk til að rísa upp

Þrír mót­mæl­end­ur léti lífið ný­lega eft­ir að til átaka kom milli þeirra og lög­reglu. Mynd­ir af þeim látnu birt­ust einnig í um­ræddu mynd­bandi, bæði Ahm­ini og mót­mæl­end­un­um. Þá voru mynd­ir af leiðtog­an­um með skot­mark á höfði sér. 

Með mynda­band­inu var fólk hvatt til að rísa upp og ganga til liðs við mót­mæl­end­urna. „Blóð ung­dóms­ins okk­ar drýp­ur úr lóf­um ykk­ar.“

Mynd­bandið náði spil­un í nokkr­ar sek­únd­ur, klukk­an sex í gær­kvöldi, uns rík­is­sjón­varpið náði tök­um á dag­skránni á ný. Hér má sjá mynd­bandið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert