Sautján látnir eftir árás Rússa á Saporisjía

Hér má sjá mynd úr borginni, tekna í dag, eftir …
Hér má sjá mynd úr borginni, tekna í dag, eftir árásina. AFP

Staðfest dauðsföll eft­ir árás­ir Rússa á iðnaðar­borg­ina Sa­porisjía í nótt, eru sautján. Bú­ist er við því að sú tala fari hækk­andi. Enn er unnið að því að bjarga fólki und­an rúst­um húsa sem urðu fyr­ir eld­flaug­um Rússa.

Sa­porisjía er á því svæði þar sem fram fór at­kvæðagreiðsla ný­verið og Rúss­ar lýstu því yfir að vilji íbúa stæði til þess að svæðið yrði inn­limað af Rúss­um. Borg­in er enn háð stjórn Úkraínu en Rúss­ar segj­ast þannig hafa inn­limað hana. 

Okes­andr Star­uk, rík­is­stjóri Úkraín­u­stjórn­ar í Sa­porisjía seg­ir mikl­ar skemmd­ir hafa orðið á níu hæða há­hýsi í borg­inni sem og fimm smærri íbúðar­hús­næðum. 

Önnur árás á borg­ina var gerð þann 6. októ­ber og þá lét­ust nítj­án. BBC greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert