Staðfest dauðsföll eftir árásir Rússa á iðnaðarborgina Saporisjía í nótt, eru sautján. Búist er við því að sú tala fari hækkandi. Enn er unnið að því að bjarga fólki undan rústum húsa sem urðu fyrir eldflaugum Rússa.
Saporisjía er á því svæði þar sem fram fór atkvæðagreiðsla nýverið og Rússar lýstu því yfir að vilji íbúa stæði til þess að svæðið yrði innlimað af Rússum. Borgin er enn háð stjórn Úkraínu en Rússar segjast þannig hafa innlimað hana.
Okesandr Staruk, ríkisstjóri Úkraínustjórnar í Saporisjía segir miklar skemmdir hafa orðið á níu hæða háhýsi í borginni sem og fimm smærri íbúðarhúsnæðum.
Önnur árás á borgina var gerð þann 6. október og þá létust nítján. BBC greindi frá.