Tvítugur maður í geðrofi skotinn af lögreglu

Lögreglustjórinn í Detroit harmar atvikið og segir kerfið hafa brugðist …
Lögreglustjórinn í Detroit harmar atvikið og segir kerfið hafa brugðist Burks. Skjáskot

Tví­tug­ur svart­ur maður var skot­inn til bana af lög­reglu í Detroit í Banda­ríkj­un­um í gær. Boðað var til blaðamanna­fund­ar vegna at­viks­ins. 

Á þrem­ur sek­únd­um hleypti lög­regl­an af 38 skot­um. All­ir hlutaðeig­andi lög­reglu­menn eru nú komn­ir í leyfi frá störf­um. Mynd­efni úr búk­mynda­vél­um lög­reglu­mann­anna hef­ur verið gert op­in­bert. ABC grein­ir frá. 

Hljóp í átt að lög­reglu

Port­er Burks hafði verið greind­ur með geðklofa og var í geðrofi þegar hann var skot­inn. Hann er sagður hafa hand­leikið tutt­ugu sentí­metra lang­an hníf. Í mynd­band­inu heyr­ist í lög­reglu­mönn­un­um skipa Burks að leggja frá sér hníf­inn og bjóðast til þess að sækja hon­um aðstoð. 

„Þú ert ekki í nein­um vanda, slepptu bara hnífn­um og við út­veg­um þér hjálp.“

Burks sést þá hlaupa í átt að lög­reglu­mönn­un­um, áður en hann er skot­inn. 

„Þetta er hörm­ung en aðstæður voru lífs­hættu­leg­ar,“ sagði lög­reglu­stjór­inn á blaðamanna­fund­in­um. Hann bætti við að valdi væri ekki beitt nema í neyðar­til­fell­um. 

Fjöldi lög­reglu­manna var á vett­vangi en aðeins fimm þeirra hleyptu af skot­um úr vopn­um sín­um. 

Hafði stungið systkini sín árið 2020

Bróðir Burks var sá sem kallaði til lög­regl­una. Burks hafði verið í geðrofi og bróðir hans sagði hann hafa skorið á dekk og verið vopnaður hnífi. Hann hafi ótt­ast um ör­yggi fólks. 

Árið 2020 var lög­regla kölluð til vegna Burks sem hafði þá stungið syst­ur sína í háls­inn og í hend­ina, og bróður sinn í höfuðið þegar hann kom henni til varn­ar. 

Lög­reglu­stjór­inn harm­ar at­b­urðinn og seg­ir ljóst að Burks hafi ekki fengið þá hjálp sem hann þurfti á að halda vegna sjúk­dóms síns. Kerfið hafi brugðist hon­um ít­rekað. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert