Moldóvar segja að rússnesk flugskeyti sem skotið var á Úkraínu í morgun hafi farið í gegnum lofthelgi landsins. Þeir hafa boðað sendiherra Rússa í landinu á fund sinn þar sem þeir ætla að krefjast útskýringa á þessu.
„Þrjú flugskeyti sem var skotið á Úkraínu í morgun frá rússneskum skipum í Svartahafi fóru í gegnum lofthelgi Moldóvu,“ sagði Nicu Popescu, utanríkisráðherra Moldóvu, á Twitter.
„Við báðum sendiherra Rússa um að mæta á fund til að útskýra málið.“
Utanríkisráðherra Bretlands, James Cleverly, sagði að árásir Rússa á höfuðborgina Úkraínu, Kænugarð, og aðrar borgir í landinu séu „óásættanlegar“.
„Þetta er dæmi um veikleika af hálfu Pútíns en ekki styrk,“ tísti hann og bætti við að hann hafi verið í sambandi við Dmyto Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, vegna málsins.