Að minnsta kosti nítján manns eru látnir og yfir 100 særðir eftir flugskeytaárásir Rússa víðsvegar um Úkraínu snemma í gær.
„Samkvæmt bráðabirgðatölum voru 19 drepnir og 105 til viðbótar særðust,“ sagði í tilkynningu frá úkraínskum viðbragðsaðilum á Facebook.
Að sögn Úkraínumanna skutu Rússar yfir 80 flugskeytum á landið í gær.
Með árásunum voru Rússar að hefna fyrir sprengingu á brú sem tengir saman Rússland og Krímskaga, en þeir segja að Úkraínumenn hafi staðið á bak við sprenginguna.
Meira en 300 bæjarfélög voru án rafmagns víðs vegar um Úkraínu vegna árásanna, að sögn viðbragðsaðila.