19 látnir og yfir 100 særðir eftir árásirnar

Úkraínskir ríkisborgarar í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, mótmæla fyrir utan rússneska …
Úkraínskir ríkisborgarar í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu, mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í landinu. AFP/Robert Atanasovski

Að minnsta kosti nítj­án manns eru látn­ir og yfir 100 særðir eft­ir flug­skeyta­árás­ir Rússa víðsveg­ar um Úkraínu snemma í gær.

„Sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um voru 19 drepn­ir og 105 til viðbót­ar særðust,“ sagði í til­kynn­ingu frá úkraínsk­um viðbragðsaðilum á Face­book.

Að sögn Úkraínu­manna skutu Rúss­ar yfir 80 flug­skeyt­um á landið í gær.

Með árás­un­um voru Rúss­ar að hefna fyr­ir spreng­ingu á brú sem teng­ir sam­an Rúss­land og Krímskaga, en þeir segja að Úkraínu­menn hafi staðið á bak við spreng­ing­una.

Meira en 300 bæj­ar­fé­lög voru án raf­magns víðs veg­ar um Úkraínu vegna árás­anna, að sögn viðbragðsaðila.

Leikskóli í Úkraínu ónýtur eftir árásirnar í gær.
Leik­skóli í Úkraínu ónýt­ur eft­ir árás­irn­ar í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert