Ætlaði að myrða kennara og nemendur

Þýska lögreglan handsamaði piltinn í lögregluaðgerðum 12. maí sl. Degi …
Þýska lögreglan handsamaði piltinn í lögregluaðgerðum 12. maí sl. Degi áður en hann ætlaði sér að gera árás. Myndin er úr safni. AFP

Þýsk yf­ir­völd hafa ákært 17 ára gaml­an ung­lings­pilt fyr­ir að hafa ætlað að gera sprengju­árás í skóla í maí á þessu ári. Lög­regl­an kom í veg fyr­ir ódæðið degi áður en hann ætlaði að láta til skar­ar skríða, en pilt­ur­inn var þá hand­tek­inn.

Sak­sókn­ar­ar segja í yf­ir­lýs­ingu að pilt­ur­inn, sem er aðeins nefnd­ur á nafn sem Jeremy R., sé sakaður um að hafa skipu­lagt árás á skóla í Essen í Þýskalandi und­ir áhrif­um hægriöfga­manna. Hann hafi ætlað að nota sprengj­ur og önn­ur vopn, að því er seg­ir í um­fjöll­un AFP-frétta­veit­unn­ar.

„Til stóð að myrða kenn­ara og marga nem­end­ur,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, en árás­in átti að eiga sér stað 13. maí sl. 

Jeremy, sem var 16 ára þegar hann var hand­tek­inn, er sagður hafa kom­ist yfir upp­lýs­ing­ar og þau efni sem hann þurfti til að smíða röra­sprengj­ur í gegn­um netið.

Hann var einnig bú­inn að koma sér upp alls kyns vopn­um á borð við hnífa, hnúa­járn, sveðjur og lás­boga sem og skot­vopn. 

Lög­regl­an í Essen réðst til inn­göngu á heim­ili pilts­ins að kvöldi 12. maí. Þar kom í ljós efni sem sýndi gyðinga­hat­ur og andúð á mús­lím­um. Einnig fannst texti sem hann hafði sjálf­ur skrifað sem gaf sterk­lega til kynna að pilt­ur­inn glímdi við al­var­leg geðræn vanda­mál. 

Lög­reglu barst ábend­ing frá öðrum ung­lingi sem kvaðst hafa upp­lýs­ing­ar um að Jeremy R. vildi gera sprengju­árás í skól­an­um, sem er aðeins um 800 metra frá heim­ili hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert