Einn látinn eftir árás á Saporisjía

Myndir af rústum leikskóla eftir aðra árás sem var gerð …
Myndir af rústum leikskóla eftir aðra árás sem var gerð á borgina Saporisjía í gær. AFP

Einn er látinn eftir flugskeytaárás á borgina Saporisjía í suðurhluta Úkraínu snemma í morgun. Að sögn viðbragðsaðila var tólf flugskeytum skotið á opinbert húsnæði.

Í skilaboðum á Telegram sagði héraðsstjóri að sá sem lést hefði verið staddur á bílasölu, að sögn BBC.

Á meðal þeirra bygginga sem skemmdust í árásinni var skóli.

Rússar hafa ekki tjáð sig um árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert