Í gæsluvarðhald fyrir skotárás

Grunuðu sjást forða sér af vettvangi á vespu eftir ódæðið …
Grunuðu sjást forða sér af vettvangi á vespu eftir ódæðið á fimmtudaginn. Voru þeir handteknir um helgina og hafa nú verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar grunaður um manndráp og tilraun til manndráps, hinn samverknað við sömu brot. Ljósmynd/Vegfarandi

Tveir menn, sem hand­tekn­ir voru um helg­ina, grunaðir um ban­væna skotárás í Södertälje í Svíþjóð á fimmtu­dag­inn, hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald. Ligg­ur ann­ar þeirra und­ir grun um mann­dráp og til­raun til mann­dráps, en hinn um sam­verknað við sömu af­brot. Sáust menn­irn­ir forða sér af vett­vangi á vespu.

Nítj­án ára karl­maður týndi lífi sínu í skotárás­inni og 16 ára pilt­ur ligg­ur al­var­lega sár á sjúkra­húsi.

Íbúar felmtri slegn­ir

Kváðust íbú­ar í Saltskog-hverf­inu, þar sem árás­in átti sér stað, felmtri slegn­ir og ein­hverj­ir nefndu það við frétta­konu sænska rík­is­út­varps­ins SVT á vett­vangi að þeir íhuguðu bú­ferla­flutn­inga.

Var skotárás­in á fimmtu­dag sú fimmta í bæn­um á tæp­lega hálf­um mánuði en síðan í fe­brú­ar hafa sex manns látið lífið af skotsár­um þar.

Mika­el Carls­son sak­sókn­ari seg­ir rann­sókn máls­ins í full­um gangi, grunuðu sæti yf­ir­heyrsl­um og síma­notk­un þeirra sé enn frem­ur til rann­sókn­ar. „Við höf­um enn þá áhuga á að heyra frá vitn­um og öll­um sem geta varpað ein­hverju ljósi á at­b­urðarás­ina,“ seg­ir sak­sókn­ari við SVT.

SVT
Aft­on­bla­det (sést til grunuðu á flótta)
Aft­on­bla­det II (flótta­öku­tækið fundið)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert