„Jessica Fletcher“ látin

Angela Lansbury í maí 2016.
Angela Lansbury í maí 2016. AFP/Robyn Beck

Írsk-bresk-banda­ríska leik­kon­an Ang­ela Lans­bury, sem átti hug og hjörtu fjölda Íslend­inga um ára­bil í hlut­verki rit­höf­und­ar­ins Jessicu Fletcher í þátt­un­um Morðgáta, „Mur­der, She Wrote“, er geng­in á vit feðra sinna, 96 ára að aldri.

„Börn­um Dame Ang­elu Lans­bury [leik­kon­an var öðluð árið 2014 og bar síðan titil­inn Dame] tek­ur það sárt að greina frá því að móðir þeirra lést friðsam­lega í svefni á heim­ili sínu í Los Ang­eles klukk­an 01:30 í dag, þriðju­dag­inn 11. októ­ber 2022, aðeins fimm dög­um fyr­ir 97 ára af­mæl­is­dag sinn,“ seg­ir í til­kynn­ingu fjöl­skyld­unn­ar.

Flagg­skip CBS um ára­bil

Hlaut Lans­bury hin eft­ir­sóttu banda­rísku Tony-sviðslista­verðlaun fimm sinn­um, meðal ann­ars fyr­ir túlk­un sína á Nellie Lovett í söng­leikn­um Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street árið 1979.

Lék hún fjölda hlut­verka á sviði jafnt sem í kvik­mynd­um og sjón­varpsþátt­um, banda­rísk­um sjón­varps­áhorf­end­um – og ef til vill ís­lensk­um – þó eft­ir­minni­leg­ust fyr­ir Morðgátuþætt­ina en þátt­araðirn­ar urðu alls tólf árin 1984 til '96 og eitt al­vin­sæl­asta sjón­varps­efni CBS-stöðvar­inn­ar á ní­unda ára­tugn­um. „Við fund­um okk­ar áhorf­end­ur og þeir héldu tryggð við okk­ur,“ sagði Lans­bury um þætt­ina í viðtali árið 1998.

NBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert