Joðtöflubirgðir nær uppseldar eftir blaðamannafund

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundi. Mynd úr safni.
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á blaðamannafundi. Mynd úr safni. AFP

Sam­tök apó­teka í Finn­landi hafa ráðið al­menn­ingi frá því að hamstra joðtöfl­ur. Birgðir apó­teka eru nær upp­seld­ar eft­ir út­spil stjórn­valda lands­ins í morg­un.

Sam­tök­in gáfu út yf­ir­lýs­ingu síðdeg­is í dag að staðar­tíma, í kjöl­far þess að heil­brigðisráðuneyti lands­ins upp­færði ráðlegg­ing­ar sín­ar um joðtöfl­ur.

Sam­kvæmt nýju ráðlegg­ing­un­um, sem kynnt­ar voru á blaðamanna­fundi ár­deg­is í dag, skal á hverju heim­ili vera til staðar einn skammt­ur af joðtöfl­um fyr­ir hverja mann­eskju á aldr­in­um 3 til 40 ára, til að verj­ast áhrif­um geisla­virkni.

Skerpa á skila­boðunum

Stærsta keðja apó­teka í Finn­landi, Yli­opist­on-apó­tek­in, seg­ir birgðir sín­ar hafa hér um bil selst upp í dag eft­ir blaðamanna­fund stjórn­valda.

Sam­tök­in hafa því reynt að skerpa á skila­boðunum.

„Aðeins ætti að kaupa joðtöfl­ur ef það er fólk und­ir 40 ára eða ófrískt fólk á heim­il­inu. Útrunn­um joðtöfl­um ætti að skila í apó­tekið sem lyfja­úr­gangi,“ seg­ir í til­kynn­ingu þeirra, sam­kvæmt um­fjöll­un finnska rík­is­út­varps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert