Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum hafa fellt niður mál á hendur Adnan Syed sem var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að hafa setið saklaus á bak við lás og slá í 23 ár. Mál hans vakti mikla athygli í hlaðvarpsþættinum Serial sem sagði hans sögu.
Emily Witty, talskona ákæruvaldsins í Baltimore, greindi frá því í tölvupósti í dag að málið hefði verið fellt niður, að því er segir í umfjöllun The New York Times. Syed var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt þáverandi kærustu sína, Hae Min Lee, árið 1999, en hann neitaði ávallt sök.
Þann 19. september var honum síðan sleppt úr fangelsi eftir að ákæruvaldið komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn yfir Syed væri ekki á rökum reistur.