Málið gegn Adnan Syed fellt niður eftir 23 ár

Adnan Syed var handtekinn, ákærður og dæmdur fyrir morð fyrir …
Adnan Syed var handtekinn, ákærður og dæmdur fyrir morð fyrir tæpum aldarfjórðungi. Hann neitaði ávallt sök og nú er hann laus úr haldi og málið hefur verið fellt niður.

Sak­sókn­ar­ar í Baltimore í Banda­ríkj­un­um hafa fellt niður mál á hend­ur Adn­an Syed sem var sleppt úr fang­elsi í síðasta mánuði eft­ir að hafa setið sak­laus á bak við lás og slá í 23 ár. Mál hans vakti mikla at­hygli í hlaðvarpsþætt­in­um Ser­ial sem sagði hans sögu. 

Em­ily Witty, talskona ákæru­valds­ins í Baltimore, greindi frá því í tölvu­pósti í dag að málið hefði verið fellt niður, að því er seg­ir í um­fjöll­un The New York Times. Syed var dæmd­ur til dauða fyr­ir að hafa myrt þáver­andi kær­ustu sína, Hae Min Lee, árið 1999, en hann neitaði ávallt sök. 

Þann 19. sept­em­ber var hon­um síðan sleppt úr fang­elsi eft­ir að ákæru­valdið komst að þeirri niður­stöðu að dóm­ur­inn yfir Syed væri ekki á rök­um reist­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert