NATO fylgist grannt með kjarnavopnasveitum Rússa

Rússneskir hermenn á Rauða torginu í miðborg Moskvu.
Rússneskir hermenn á Rauða torginu í miðborg Moskvu. AFP

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, seg­ir eld­flauga­árás­ir Rússa í gær vera merki um veik­leika inn­an her­búða þeirra.

„Ég tel að það sem við sáum í gær sé í raun merki um veik­leika, því að raun­veru­leik­inn er sá að þeir geta ekki náð ár­angri á víg­vell­in­um. Rúss­land er í raun og veru að tapa á víg­vell­in­um,“ sagði Stolten­berg í ávarpi sínu í dag, í aðdrag­anda fund­ar full­trúa aðild­ar­ríkja banda­lags­ins.

„Þannig að leiðin fyr­ir þá til að svara er með handa­hófs­kennd­um árás­um á úkraínsk­ar borg­ir, sem hæfa al­menna borg­ara og mik­il­væga innviði.“

Rúss­ar stóðu fyr­ir um­fangs­mikl­um flug­skeyta­árás­um í gær­morg­un, þar sem al­menn­ir borg­ar­ar lágu í valn­um víðs veg­ar um Úkraínu. Meðal ann­ars lentu sprengj­ur á stór­um gatna­mót­um skammt frá há­skóla og á leik­velli í al­menn­ings­garði í Kænug­arði.

Jens Stoltenberg á blaðamannafundi sínum í dag.
Jens Stolten­berg á blaðamanna­fundi sín­um í dag. AFP

Aldrei má há kjarn­orku­stríð

Lítt duld­ar kjarna­vopna­hót­an­ir Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta eru þá „hættu­leg­ar og óá­byrg­ar“, sagði Stolten­berg.

„Rúss­land veit að kjarn­orku­stríð get­ur ekki unn­ist og má aldrei há. Við fylgj­umst grannt með kjarna­vopna­sveit­um Rússa. Við höf­um ekki séð nein­ar breyt­ing­ar á stell­ing­um Rúss­lands. En við verðum ár­vök­ul áfram.“

Fleiri en þrjá­tíu skip í Eystra­salti og Norður­sjó

Fram kom einnig í máli fram­kvæmda­stjór­ans að banda­lagið hefði tví­eflt veru sína í Eystra­salti og Norður­sjó. Þar séu nú fleiri en þrjá­tíu skip, ásamt flug­vél­um og „neðan­sjáv­ar­getu“.

Stjórn­völd í Svíþjóð og Dan­mörku rann­saka enn lek­ana sem komu að gas­leiðsl­un­um Nord Stream 1 og 2, skammt und­an Borg­und­ar­hólmi. Banda­lagið hef­ur ekki form­lega sakað neinn um að hafa sprengt göt á leiðslurn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert