Nýr herforingi sagður vægðarlaus

Sergei Súróvíkin.
Sergei Súróvíkin. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Rússlands.

„Þegar við stóðum í hernaði í Sýr­landi gleymd­um við því ekki í eina mín­útu að við vor­um að verja Rúss­land,“ sagði Ser­gei Súró­vík­in, nýr yf­ir­maður rúss­neskra her­sveita sem berj­ast í Úkraínu, á fjölda­fundi hers­ins í Moskvu, höfuðborg Rúss­lands, árið 2017.

Þær hernaðaraðgerðir sem Súró­vík­in átti við er hann talaði um að verja Rúss­land voru tug­ir loft­árása, árás­ir á skot­mörk sem tengd­ust al­menn­um borg­ur­um og árás­ir á innviði, að því er kom fram í skýrslu Mann­rétt­inda­vakt­ar­inn­ar frá ár­inu 2020.

Fram kom að und­ir stjórn Súró­vík­in hefðu rúss­nesk­ar her­sveit­ir ráðist á sýr­lensk „heim­ili, skóla, heil­brigðis­stofn­an­ir og markaði – staði þar sem fólk býr, starfar og stund­ar nám“, að því er Guar­di­an grein­ir frá.

Kem­ur ekki á óvart

Í gær­morg­un, aðeins tveim­ur dög­um eft­ir að hann var skipaður her­for­ingi með yf­ir­um­sjón yfir stríðinu í Úkraínu, skipu­lagði hann um­fangs­mikl­ar flug­skeyta­árás­ir þar sem al­menn­ir borg­ar­ar lágu í valn­um víðsveg­ar um Úkraínu. Meðal ann­ars lentu sprengj­ur á stór­um gatna­mót­um skammt frá há­skóla og á leik­velli í al­menn­ings­garði.

„Það sem gerðist í morg­un [í gær] í Kænug­arði [höfuðborg Úkraínu] kem­ur mér ekki á óvart. Súró­vík­in er al­gjör­lega vægðarlaus og ber litla virðingu fyr­ir manns­líf­um,“ sagði fyrr­ver­andi emb­ætt­ismaður í rúss­neska varn­ar­málaráðuneyt­inu sem hef­ur starfað með Súró­vík­in. „Ég er hrædd­ur um að hend­ur hans verði al­gjör­lega útataðar í úkraínsku blóði.“

Súró­vík­in varð fyrst al­ræmd­ur árið 1991 þegar sov­ésk­ir harðlínu­menn gerðu til­raun til vald­aráns. Hann leiddi riffla­her­deild sem ók í gegn­um vegatálma sem voru sett­ir upp af mót­mæl­end­um úr röðum lýðræðissinna. Þrír menn lét­ust í átök­un­um, þar á meðal einn sem ekið var yfir.

Slökkviliðsmaður aðstoðar slasaða konu í Kænugarði eftir árásina á borgina …
Slökkviliðsmaður aðstoðar slasaða konu í Kænug­arði eft­ir árás­ina á borg­ina í gær. AFP

Orðstír hans sem vægðarlaus maður óx enn frek­ar árið 2004 þegar rúss­nesk­ir fjöl­miðlar greindu frá því að of­ursti und­ir hans stjórn framdi sjálfs­víg eft­ir að hann var skammaður dug­lega af Súró­vík­in. Síðan þá hafa sam­starfs­menn kallað hann „Harma­gedón her­for­ingja“ vegna hörku hans og óhefðbund­inn­ar nálg­un­ar við stríðsrekst­ur.

Sér­fræðing­ar segja að helsta áskor­un hans í Úkraínu verði að leysa vanda­mál sem snúa að skipu­lagi rúss­neska hers­ins, sem hef­ur farið illa út úr öfl­ugri gagn­sókn Úkraínu­manna.

Reykur liðast upp úr borginni Lvív eftir flugskeytaárásirnar í gær.
Reyk­ur liðast upp úr borg­inni Lvív eft­ir flug­skeyta­árás­irn­ar í gær. AFP/​Júrí Djatsisj­in

Leiðir til auk­inn­ar skil­virkni

Breska varn­ar­málaráðuneytið seg­ir að ráðning Súró­vík­in muni lík­lega leiða til auk­inn­ar skil­virkni í hernaði Rússa.

Samt sem áður gæti hann þurft að sætta sig við rúss­neskt varn­ar­málaráðuneyti sem búi við „aukna sundr­ungu“ og „lak­ari úrræði“.

„Rússa hef­ur skort einn her­for­ingja sem hef­ur yf­ir­um­sjón með bar­dög­um“ meg­in­hluta stríðsins, seg­ir í upp­lýs­ing­um frá ráðuneyt­inu, að því er BBC grein­ir frá. 

Fram kem­ur að her­for­ing­inn Al­exand Dvorni­kov hafi áður gegnt sama hlut­verki frá apríl þangað til í ág­úst. Þó er ekki ljóst hversu mikla stjórn hann hafði á her­sveit­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert