Lögreglumaður í borginni San Antonio í bandaríska ríkinu Texas hefur verið rekinn eftir að hann skaut ungling á bílastæði við skyndibitastaðinn McDonald's.
Að sögn lögreglunnar var lögreglumaðurinn James Brennand staddur á bílastæðinu eftir að útkall barst um möguleg læti á svæðinu.
Lögreglumaðurinn taldi að bíllinn sem unglingspilturinn var í hefði verið sami bíll og stakk hann af kvöldið áður, að sögn BBC.
Pilturinn, 17 ára, var að borða hamborgara með vini sínum þegar Brennand opnaði dyrnar. Pilturinn bakkaði bílnum og hurðin lenti á Brennand.
Lögreglumaðurinn brást við með því að skjóta hann mörgum sinnum. Pilturinn liggur á sjúkrahúsi, særður eftir árásina, að sögn lögmanns hans.
Rétt er að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndskeiði BBC: