Segir að Pútín gæti fundað með Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Stjórnvöld í Kreml myndu ekki slá hendinni á móti fundi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og bandarísks kollega hans, Joes Bidens, á samkomu G20-ríkjanna í næsta mánuði.

Þetta fullyrti rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov í viðtali í rússneska ríkissjónvarpinu í dag.

Sagði hann bandaríska embættismenn, þar á meðal þjóðaröryggisráðgjafann John Kirby, hafa haldið því fram að Bandaríkin væru reiðubúin til viðræðna en einnig að því hefðu Rússar hafnað.

„Það er lygi. Við höfum ekki fengið nein alvöruboð um að eiga í samskiptum,“ sagði Lavrov.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Tilbúnir að hlýða á tillögur

Þá gaf hann til kynna að Rússar væru reiðubúnir að hlýða á hvers kyns tillögur að friðarviðræðum.

„Við höfum ítrekað sagt að við höfnum aldrei fundum. Ef það er tillaga, þá munum við taka hana til athugunar.“

Hann hélt því einnig fram að Bandaríkin hefðu um langt skeið tekið þátt í stríðinu í Úkraínu, sem hann sagði „stýrt af Engilsöxum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert