Segir að Pútín gæti fundað með Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Stjórn­völd í Kreml myndu ekki slá hend­inni á móti fundi Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta og banda­rísks koll­ega hans, Joes Bidens, á sam­komu G20-ríkj­anna í næsta mánuði.

Þetta full­yrti rúss­neski ut­an­rík­is­ráðherr­ann Ser­gei Lavr­ov í viðtali í rúss­neska rík­is­sjón­varp­inu í dag.

Sagði hann banda­ríska emb­ætt­is­menn, þar á meðal þjóðarör­ygg­is­ráðgjaf­ann John Kir­by, hafa haldið því fram að Banda­rík­in væru reiðubú­in til viðræðna en einnig að því hefðu Rúss­ar hafnað.

„Það er lygi. Við höf­um ekki fengið nein al­vöru­boð um að eiga í sam­skipt­um,“ sagði Lavr­ov.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands. AFP

Til­bún­ir að hlýða á til­lög­ur

Þá gaf hann til kynna að Rúss­ar væru reiðubún­ir að hlýða á hvers kyns til­lög­ur að friðarviðræðum.

„Við höf­um ít­rekað sagt að við höfn­um aldrei fund­um. Ef það er til­laga, þá mun­um við taka hana til at­hug­un­ar.“

Hann hélt því einnig fram að Banda­rík­in hefðu um langt skeið tekið þátt í stríðinu í Úkraínu, sem hann sagði „stýrt af Engil­söx­um“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert