150.000 farið um Darien-skóginn

Darien-skógurinn liggur á mörkum Suður- og Mið-Ameríku, milli Kólumbíu og …
Darien-skógurinn liggur á mörkum Suður- og Mið-Ameríku, milli Kólumbíu og Panama. Kort/Wikipedia.org/cmglee

Rúm­lega 150.000 far­end­ur hafa það sem af er ár­inu farið um hinn háska­lega Darien-frum­skóg á landa­mær­um Panama og Kól­umb­íu. Frá þessu greina yf­ir­völd inn­flytj­enda­mála í Panama og jafn­framt því að aldrei hafi fleiri fetað þessa slóð eitt og sama árið svo vitað sé.

Í gær greindu þau frá því að 151.582 far­end­ur hefðu farið um skóg­inn frá árs­byrj­un til sept­em­ber­loka en þar er um að ræða fólk sem hyggst freista þess að kom­ast til Banda­ríkj­anna í von um betra líf en það sem bíður þess í klóm fá­tækt­ar, ör­birgðar og of­beld­is í heima­lönd­un­um, en flest­ir far­end­anna koma frá Venesúela.

Reikna með fleiri en 160.000

Af þess­um rúm­lega 150.000 far­end­um hafa 21.570 verið und­ir lögaldri en þegar litið er til heild­ar­fjöld­ans er þar um tölu­verða fjölg­un að ræða frá því í fyrra þegar 133.726 fóru um Darien-skóg­inn allt árið. Reiknað er með að heild­ar­fjöld­inn í ár verði yfir 160.000 manns þegar upp er staðið.

„For­dæma­laus fjöldi Venesúela-búa hef­ur hætt lífi sínu við að fara um frum­skóg­inn á mörk­um Mið- og Suður-Am­er­íku,“ seg­ir Giu­seppe Loprete, for­stöðumaður Panama-deild­ar Alþjóðafar­enda­stofn­un­ar­inn­ar, In­ternati­onal Org­an­izati­on for Migrati­on, í sam­tali við Reu­ters-frétta­stof­una.

Stjórn­völd í Panama kveðast vera þau einu sem bjóða far­end­um mannúðar- og heil­brigðisaðstoð er þeir koma út úr Darien-skóg­in­um og hafa þau biðlað til ná­granna­landa að leggja þar gjörva hönd á plóg.

Reu­ters

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert