Óttast að 100 hafi farist í aurskriðunni

Björgunarstarf er í fullum gangi.
Björgunarstarf er í fullum gangi. AFP/Yuri Cortez

Vonir hafa dvínað um að einhver þeirra 56 sem er saknað vegna mikillar aurskriðu sem féll í Venesúela fyrr í vikunni finnist á lífi.

Nú þegar hafa yfirvöld staðfest að 36 hafi farist.

AFP/Yuri Cortez

Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, sagði í ríkissjónvarpi landsins að fjöldi látinna gæti náð 100.

Um þrjú þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni að þeim sem saknað er í bænum Las Tejerias og eru leitarskilyrðin erfið.

AFP/Yuri Cortez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert