Lífstíðardómur vegna fjöldamorða í Parkland

Nikolas Cruz í dómsalnum í dag.
Nikolas Cruz í dómsalnum í dag. AFP

Kviðdómur tilkynnti í dag niðurstöðu sína í máli manns sem myrti 17 nemendur við Mar­jory Stonem­an Douglas-fram­halds­skól­an­n í Parkland í Flórída árið 2018. Niðurstaða kviðdómsins var að mæla með því að árásarmaðurinn, Nikolas Cruz, myndi hljóta lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.

Þetta er niðurstaða kviðdómsins eftir mánaðarlöng réttarhöld þar sem saksóknari fór fram á að Cruz yrði dæmdur til dauða. Kviðdómurinn þarf hins vegar að vera á einu máli um dauðarefsingu svo hægt sé að beita henni og það var ekki niðurstaðan. Dómari málsins mun í framhaldinu formlega kveða upp dóm í málinu.

Fjölskyldur sumra fórnarlamba Cruz voru í dómsalnum þegar niðurstaðan var lesin upp. Féllust sumir í faðma þegar niðurstaðan hafði verið kynnt.

Fjölskyldur fórnarlamba Cruz fjölmenntu í dómsal og féllust í faðma …
Fjölskyldur fórnarlamba Cruz fjölmenntu í dómsal og féllust í faðma eftir að niðurstaða kviðdómsins lá fyrir. AFP

Cruz var nítj­án ára þegar árás­in var gerð. Hann hleypti skot­um af AR-15 riffli í skól­an­um þar sem hann var eitt sinn nem­andi en á meðal lát­inna voru nem­end­ur og kenn­ar­ar við skól­ann. Hann viðurkenndi fyrir dóminum að hafa myrt fólkið.

Skotárás­in er önn­ur mann­skæðasta skotárás sem orðið hef­ur í banda­rísk­um skóla, á eft­ir skotárás­inni í grunn­skól­an­um San­dy Hook í Newtown í Conn­ecticut árið 2012, þar sem 26 manns lét­ust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert