Stjórnvöld í Rússlandi segjast ætla að skipuleggja aðstoð fyrir íbúa Kerson-héraðs í suðurhluta Úkraínu, við að yfirgefa héraðið.
Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að yfirvöld í héraðinu hliðholl úkraínskum stjórnvöldum, báðu um meiri aðstoð í kjölfar gagnárásar Úkraínumanna.
„Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að skipuleggja aðstoð fyrir brottför íbúa Kerson-héraðs til annarra héraða landsins,“ sagði Marat Kusnúllín, varaforsætisráðherra Rússlands.
Kerson er eitt þeirra héraða sem Rússar telja sig hafa innlimað. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt þá ákvörðun og sagt hana ólöglega.
Samkvæmt upplýsingum úkraínskra stjórnvalda hefur gagnsóknin á svæðinu gengið vel og hefur Úkraínumönnum tekist að endurheimta fimm byggðir í héraðinu.