Skiptu á fjörutíu föngum

Fangarnir voru langflestir hermenn.
Fangarnir voru langflestir hermenn. AFP/Juan Barreto

Rússnesk og Úkraínsk stjórnvöld létu hvor um sig 20 fanga af hendi í síðustu fangaskiptunum sem fóru fram á milli ríkjanna.

„Ný fangaskipti, ný gleðistund,“ skrifaði Andrí Jermak, aðstoðarmaður forseta Úkraínu á Telegram.

„Okkur hefur tekist að frelsa 20 manns,“ skrifaði Jermak og birti mynd af mönnunum sem eru lausir úr haldi Rússa. Flestir eru þeir úkraínskir hermenn.

Í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneyti segir að 20 hermenn séu nú lausir úr haldi Úkraínumanna og séu komnir undir læknishendur.

Í fangaskiptunum sem áttu sér stað á þriðjudag fengu stjórnvöld í Úkraínu 32 hermenn til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert