Tólf börn meðal fórnarlamba í eldsvoða

Að minnsta kosti 18 létu lífið.
Að minnsta kosti 18 létu lífið. AFP/Asif Hassan

Minnst 18 fórust þegar að eldur kviknaði í rútu í Pakistan. Tólf börn voru meðal fórnarlamba.

Rútan var að ferja íbúa, sem höfðu flúið fordæmalaus flóð sem hafa farið yfir stóran hluta landsins, aftur til síns heima.

Eldurinn braust út að næturlagi og var rútan þá stödd fyrir utan borgina Karachi, þar sem fólkið hafði dvalið.

„Þau voru á leiðinni í þorpið sitt þegar að atburðurinn átti sér stað,“ sagði heilbrigðisfulltrúi í samtali við AFP.

Talið er að upptök eldsins megi rekja til loftkælingarkerfisins í rútunni en rannsókn mun þó varpa betra ljósi á það, að sögn lögreglumanns sem var á vettvangi slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert